Wednesday, October 24, 2007


Matthías fór í fyrrinótt með mömmu.
Ótrúlega gaman að hafa þau. Ég gleymdi að láta mömmu teikna svan. En hún gaf mér ullarsjal og krem og ég veit ekki hvað og hvað og bauð í gondólaferð svo hún sleppur við svaninn. Það var heil súpa tekin af myndum af ferðinni þeirra til mín.

Hér eru myndir af okkur í Gondóla og úti að borða krabba síðasta kvöldið. Þjónninn gaf Matthíasi krabbaskelina en hann gleymdi henni á flugvellinum, ég ætla að fá nýja fyrir hann, hún var svo mögnuð spiderkrabbaskel. Hér eru myndir af eyjahoppi útí Murano Glereyju og hér, Burano Blúndueyju (líka bara fullt af alskonar myndum) þaðan sem við tókum leigubílabát útí munkaklaustur að skoða.
Hér eru myndir frá því við Matthías fórum upp í klukkutrun á San Marco, af dúfum og frá Lídó strönd og svo fórum við í Alpana.

Við fórum á 16.aldar orgeltónleika í Santa Maria Gloria dei Frari, skoðuðum kirkjur, gleymdum þó að fara í kirkjugarðinn. Skoðuðum fjórar eyjar, fórum á Gondóla, skoðuðum myndlist og byggingalist, dúfur og munka, glergerðarmenn og sverðfiska, Fjöll og fjörur. Borðuðum dýrindis mat í hvert mál.
Í dag koma Brian og Ruchama á lestarstöðina klukkan sex.
mmmnamm gestir.
Ég ætla að borða þau.
Hvar á ég að láta þau sofa?
Ég held að ég geti ekki hætt að reykja. en ég ætla aldrei að reykja fyrir klukkan tvö.
Nú er klukkan hálf tólf svo ég ætla ekki að fá mér síkarettu.
G.