Saturday, October 06, 2007


Sveinbjörn Beinteinsson, síðbúin minningargrein.

Stundum dreymir mig þig og stundum finnst mér einsog þú sért hjá mér.

Hann Sveinbjörn var svo endalaust góður og þolinmóður við mig þegar ég var lítil. Ég var oft hjá honum á Draghálsi með fjölskyldunni minni, systur minni og stundum þegar ég var orðin aðeins stærri ein, eða með vinkonum mínum. Hann nennti að halda á mér á háhesti uppum fjöll og firnindi, fara endalausar fjallgöngur með mér og kenna mér að kveða ferskeytlur og sýna mér hvar villt jarðaber uxu, kenndi mér hvað blómin hétu og lét mig lesa góðar bækur sem hann átti m.a. Don Quixote.

Þegar ég var svona sex ára, og hann bar mig einusinni sem oftar á háhesti, þurfti ég að pissa og sagði flissandi "á ég að pissa á bakið á þér?". Þá hló hann og sagði "já já, ef þú villt" því hann sagði aldrei nei við mig. Svo ég bara pissaði niður bakið á honum. Við hlógum ótrúlega mikið að þessu og ég spurði hvort honum fyndist þetta ekkert ógislegt, en hann sagði nei. Honum fanst það bara hlýtt sagði hann.

Hann átti kindur og þekkti þær allar með nafni. Þegar lömb fæddust á vorin fanst mér þau svo sæt og sérstaklega þessi tvílitu og ég heimtaði að fá að eiga þau og bannaði honum að slátra þeim. Hann þóttist gefa mér þau og ég var montinn að eiga svona sæt lömb. En svo slátraði hann þeim á haustinn og þá var ég brjáluð útí hann.

Einusinni rassskellti hann mig. Þá hafði ég farið útí skemmu og veitt svona hundrað fiskiflugur og farið með þær inní hús og sleppt þeim þar. Þá varð hann ógurlega reiður. Ég hef aldrei séð hann svona reiðan nema þegar hann talaði um álverið á Grundartanga. Ég vissi alveg að ég mátti þetta ekki en ég gerði þetta fyrir Sybbu, kisuna sem systir gaf honum, ég hélt að henni þætti gaman að veiða þær og mér fanst gaman að sjá hana veiða flugur. Ég var brjáluð útí hann fyrir rassskellinn en vissi samt uppá mig skömmina.

Ég þekkti nánasta nágrenni Draghálsar einsog lófann á mér því það var leikvöllurinn minn. Einusinni þegar ég var svona 11 ára var ég með Beggu vinkonu minni hjá honum og okkur langaði að sofa úti í sumarnóttinni og kveikja varðeld niðri við á og búa til blóðbergste. Hann gaf okkur terpentínu og eldivið, pott og fullt af teppum og við vorum úti langa nótt en svo vantaði okkur kol og eldivið svo ég ætlaði að rölta upp að bæ að sækja. Þegar ég var komin uppá veg sá ég konu. Það var draugur eða huldukona ofar á veginum, hlaupandi í átt að mér í hvítum klæðum og ég fraus úr hræðslu þegar ég áttaði mig á því að þetta var ekki mennsk vera og hljóp að lokum heim og sótti Sveinbjörn, vakti hann og hann leiddi mig aftur út í nóttina því ég þorði ekki ein að sækja Beggu og dótið. Hann hló að þessu og trúði mér ekki en fór samt á fætur og fylgdi mér.

Ég man eftir hröfnunum sem komu á bæjarhlaðið og ég man að við sátum og hlógum og fylgdumst með þeim stríða köttunum. Ég eyddi löngum tíma í að liggja ein úti á víðavangi og þykjast vera dauð til að laða krummana að mér, því ég ætlaði að bregða þeim. Það tókst aldrei

Þegar ég varð unglingur var ég hræðilega frek við hann. Hann sagði aldrei nei við mig sama hvað ég var frek. Einusinni vorum við í göngutúr niðri í bæ og fórum í Gullfiskabúðina í Fishcersundi. Þá langaði mig alltí einu í fiska svo hann keypti handa mér fiskabúr, dælu, sand, mat og fiska og allt sem þarf á einu bretti. Úff, hann gaf mér fullt af hlutum, ef ég bað um eitthvað gaf hann mér það. Einusinni heimtaði ég myndavél sem ég hafði séð auglýsta í Jólagjöf. Það var einhver svona nýjasta-tíska diskmyndavél og hann gaf mér hana. Einu sinni gaf hann mér fallegt úr í jólagjöf, ég hafði ekki heimtað það. Ég sé eftir því að hafa verið svona frek við hann.

þegar ég var orðin svolítið stærri og flutt að heiman kom hann oft að heimsækja mig á Bræðraborgarstíg. Stundum kom hann með súrmat og slátur sem hann keypti í Svalbarða og við borðuðum. Við fórum í langa göngutúra útí Ánanaust og við töluðum oft um drauma. Stundum þögðum við bara.

Svo dó hann. Ég náði til að byrja með ekki að syrgja hann almennilega því með sjálfri mér samhryggðist ég svo systur minni en þau áttu ótrúlega sérstakt samband.

Mig dreymir hann oft. Ég man nákvæmlega eftir augunum hans brosmildu, hlátrinum og skegginu sem ég fléttaði, greiddi og snyrti og dundaði mér endalaust í. Ég man nákvæmlega eftir fingrunum hans sem voru kræklóttir og þegar ég var lítil gat ég hangið í þeim. Þeir voru einhvernveginn fastir í kræklu. Ég man nákvæmlega lyktina á Draghálsi. Ég man hvernig það var að vakna á nóttunni þegar það var kalt og fara á fætur og bæta eldiviði í kamínuna. Ég man eftir strumpunum uppí hillu. Ég man líka lyktina í innri stofunni sem var eiginlega aldrei notuð og var fúin. Það var öðruvísi lykt þar. Ég man eftir fótstigna brýnisteininum á hlaðinu. Ég man eftir rabbabaranum í matjurtargarðinum, kaðlinum í hlöðunni, Kerflinum í heimreiðinni, eldgömlu fjárhúsunum við húsið sem voru ekki lengur notuð, skemmunni sem var full af spennandi dralsi, kóngulóarvefunum á klósettinu, þar var alltaf myrkur og ég var hrædd við klósettið. Ég man eftir gatinu oní grunnvatn útá hlaði þar sem hann geymdi mat sem þurfti að halda köldum, ég man eftir öllum gestaganginum, ég man eftir öllum smáatriðum á Draghálsi og í fari Sveinbjarnar, sérstaklega augunum mildu bláu.

Ég skil ekkert í því hvað hann nennti endalaust að hlusta á blaðrið í mér og svara mér og kenna mér og fara í göngutúra með mér þegar ég var lítil stelpu lufsa.

Ég vildi að hann væri ennþá meðal okkar og ég vildi að ég hefði haft vit á að segja honum áður en hann dó að ég kann svo vel að meta hvað hann var góður við mig, og ég vona að ég hafi gefið honum eitthvað þó ég skilji nú ekki hvað það ætti að vera krakkakjáninn, og að mér þykir vænt um hann og mun alltaf þykja.

Mig langar líka til að segja honum að ég er stolt af því að hann var vinur minn og að ég er alltaf að sjá á ýmsum stöðum, jafnvel nú, hér í íslenska skálanum í Feneyjum, hvað hafði hafði mikil áhrif á íslenska menningu.

Ég hugsa oft til þín kæri vinur.

Gunnhildur.

Friday, October 05, 2007

Trúlofun:
1408/True romance.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir.
Honneymoon in Egypt með blóðnasir.

Thursday, October 04, 2007



Það er ótrúleg þoka í dag. Þá er sýningin einsog dyflissa og rödd Ólafar einsog líknun. Það er fallegt. Það er fallegt að labba þröngar götur í þoku, fallegt að fara yfir brýr og fallegt að taka gondóla. Það er allt fallegt í þoku.
Ég gleymdi að sækja um listamannalaun í öllu heimilisleysinu og fluttningunum. Nú er ég ótrúlega pirruð útí mig. Ég er reyndar ótrúlega pirruð manneskja yfirhöfuð þessa dagana því ég er hætt að reykja og einsogtt að vara sig á mér. Það líður hjá. Sísí er það eina í heiminum sem kemst uppmeð að vera með stæla, hún er með svo sætt mjálm. Svo er ég líka pirruð því ég átti afmæli. Og ég sakna. Melancoliu dusta ég af mér einsog ryk sem ég safna í hrúgu og bý til horn sem ég set á mig og er með allt á þeim. Ég sakna Matthíasar svo mikið að mig verkjar. Bráðum hitti ég hann... bara að ég slitini ekki í sundur í millitíðinni.
Blóta ýmsu sem ég mundi ekki annars blóta. Alveg í sand og ösku.

Wednesday, October 03, 2007

Hér kemur sannleikurinn um mig.
Your personal ruling planets are Venus and Jupiter.

The incredible vibrations of Jupiter and Venus make you a very lucky person. Unlike most others who struggle for success in this fleeting world, you seem to find things just magically happen. Doors will mysteriously open up for you and offer you a grand future.

There is a side to you, however, that believes you deserve things easily, comfortably. You should never fall into the trap of taking your life and those lucky opportunities for granted. Any apathy in this regard will ruin the benefits you are destined for.

You will be just as lucky in love and may attract wealthy and powerful partners.

Your lucky colours are yellow, lemon and sandy shades.

Your lucky gems are yellow sapphire, citrine quartz and golden topaz.

Your lucky days of the week Thursday, Sunday, Tuesday.

Your lucky numbers and years of important change are 3, 12, 21, 30, 39, 48, 57 , 66, 75.

Famous people born on your birthday include Emily Post, Paul Foster Case, Thomas Wolfe, Gore Vidal, Neve Campbell, Alex Ramirez and Gwen Stefani.
ég þekki ekkert af þessu fólki...
Afmælisfjör.
úff maturinn var fullkomin, gjörsamlega. úff hvað það er gott að borða og gaman, ég er ennþá södd frá því í gær.

Jb hellir kaffi til að fullkomna tíramísúlíka Lindsey

namm.





Meira fjörið. Í dag er ég þunn og afar geðvond (hætt að reykja).
Meiri myndir...
Maður á stórlega á hættu að verða feitabolla af því að vera í þessu landi í lengri tíma. Í gær borðuðum við í 5 klukkutíma. Sex rétti. Ég ætlaði að documentera það allt vel, en ég gleymdi því alltaf og mundi það svo bara þegar við vorum búin að borða. Klaufi. Hér eru samt myndir.


Sigrún og Jeanbatista
Rachel og Sigrún

Jb, Emma og Lindsey

Skera afmælis tíramisú

Hressir krakkar

Prima platte búin.

Antipasti.

Fyrsti primaplatte, bara einn eftir... oh pirrandi að hafa gleymt að taka myndir
pavilion girls. (okkur finst að við eigum að fá einkennisbúninga einsog flugfreyjur)
Ooh, ég steingleymdi samt að taka myndir af kjötinu. Þetta blogg átti allt að snúast um mat. ég er ömurlegur bloggari.
gaman.
g

Tuesday, October 02, 2007


ég gæti svarið að ég sá Jane Fonda í morgun

Monday, October 01, 2007

Brúðkaupið var dásamlega skemtileg ferð, klukkutíma lestarferð til fjalla, lítill bær undir ölpum, risavilla með garði og sundlaug, ægifagurt allt, endalaus matur, proseco, víno, kaffi, risa terta, grappa, dansa marange, limbó og fugladansinn. Ég missti af lestinni heim, svo vinsæll dansfélagi var ég. Annað hvort heillandi einsog mjallhvít og dvergarnir sjö eða bara eina stelpan sem virtist vera á lausu. Þeir voru brjálaðir í mig ítalarnir, exotísk einsog ég er. Eftirpartí með brúðhjónunum og hressum vinum þeirra, gisti þar. Tók svo fyrstu lest til baka um morgunin frekar ósofin og beint í vinnunna. Ég sofnaði við yfirsetudömu borðið. Brúðhjónin fögru voru Sigrún og Jeanbatista (ég er ekki alveg viss hvernig það er skrifað) en falleg voru þau og framtíðin björt. Það eru þau hin sömu sem ég passaði kisa fyrir um daginn.

Nú er ég flutt. Ég var að flytja mig í dag. Rachel og Emma skutu yfir mig þaki á meðan ég beið eftir íbúðinni minni. Dagurinn í gær fór í þynnku hjá þeim, dagurinn í dag að flytja og koma mér fyrir. Nú er hann að kvöldi komin og allar teikningarnar komnar uppá vegg. Fötin inní skáp, teiknidótið og tölvurnar á skrifborðið og snyrtidótið uppí hillu. Sísí kisa er búin að taka mig í sátt og fylgdist spennt með þegar ég tók uppúr töskunum. Hún hvæsti á ferðatöskuna mína þegar hún var komin inní skápinn sem er undir súð. Henni fanst það ekki sniðugt því hún er vön að príla inní þessum skáp. Ég bjó til leið handa henni til að príla framm hjá og þá gat hún rannsakað allt og lá svo malandi á teppinu hjá mér bröndótt og fríð.

AAhhh gott að vera komin í eigið speis.

Á morgun held ég matarboð.


Afmælis matarboð

Forréttur: Parma og ostar. Ætiþistlar og sósa. Prosecco með.

Prima platte: Spagetti með piparávöxtum, hvítlauk og rækju. Hvítvín.

Secconta platte: Einhverskonar steik. Lamb sennilega Fer eftir því hvað er fallegast á markaðinum á morgun. Rauðvín með.

Eftirréttur: Eitthvað spennandi sem Rakel og Emma koma með. Limonchella og kaffi með.

Secconta eftirréttur: Ostar og rauðvín.

Viðstaddir: Sigrún og J.B., Rachel og Emma, Lindsey og ég. (sakna sumra)

Gaman. G.