Wednesday, October 31, 2007
Á morgun er "Hátíð hinna Dauðu" "Fiesta ogni Santi" (ég held að það þýði, hátíð allra heilagra, allraheilagramessa sumsé) í Feneyjum og í allri Ítalíu held ég reyndar. Það er svolítið merkilegt að vera í Feneyjum á þessum deigi. Það fara allir íbúar í bátana sína og og sigla úti í kirkjugarðseyju. Kirkjugarðseyjan er ótrúleg eyja dauðans. Þar er ekkert nema kirkjugarður, stór og litríkur og absúrdlí deildarskiptur á einhvernhátt. Kapellan þar er fyrsta endurreisnarkirkja sem byggð var í feneyjum. Ég hélt uppá 30tugs afmælið mitt þar með pikknikki í gondoliera deildinni um árið. Þá var ég á skólaferðalagi og gestir voru látnir gondolaræðarar og bekkjarsystkyni mín. Á morgun ætlum við, kó og sb að slást í för með heimamönnum þó við eigum ekki ástvini þar. Við munum hugsa til látina ástvina, vina og fjölskyldu.
(voyerisminn í mér mun fá einhverskonar morbit útrás og ég skammast mín fyrirfram)
Við sybba vorum að velta fyrir okkur; hverjum ætli hafi dottið í hug að þýða Venice yfir í Fen-eyjar á íslensku. Fögur og hugvitsamleg þýðing og sá fær andleg heiðursverðlaun okkar að launum.
Oh
Ég er stödd í landi matar en er með taðreyktan silung á heilanum. Ef ég væri á íslandi mundi ég fara í kolaportið og kaupa mér taðreyktan silung og borða hann með gulri hunangsmelónu. Þið sem eruð stödd á íslandi ættuð að drífa ykkur í kolaportið og viljiði vera svo væn að hugsa til min þegar þið borðið hann.
Svo mundi ég fara í sund með matthíasi. Sund er lúxus.
Úh hvað mig langar í sund. Það eru sundlaugar hér í Feneyjum. Ég þarf að athuga þær betur þó ég sé efins gæði þeirra... oþó.. kanski eru þær innisundlaugar í dásamlega fögrum byggingum sem væri þess virði, jafnvel þó húðin detti af mér útaf klóreitrun. Maður er með svo næmt fegurðarskyn að maður leggur ýmislegt á sig til að synda í höll.
KÓ og SB eru hjá mér, þær eru ábyggilega tilí að athuga þetta með mér. Ef þær væru ekki hér þá væri ég með heimþrá. Það er lítil heimþrá að laumast um í maganum á mér.
Þegar Matthías var lítill misskildi hann heimþrá "heimþráð" hélt hann að hann væri með. Ég er með svoleiðis núna.
Hún er búin að vera að laumast um lengi en þegar Birgir Andrésson dó jókst hún til muna.
Þegar ég fékk símtalið var ég alein í heiminum. Brian og Ruchama voru hjá mér að vísu en þau þekktu hann ekki og þótti ekki vænt um hann og þó ég reyndi að útskýra fyrir þeim hvað hann hafi verið stór-kost-legur þá er það ekkert hægt því fólk er í raun ólýsanlegt og sér í lagi hann. Þau sáu að mér var mikið í mun að koma þeim í skilning um það og ég sá í augum þeirra "við getum ekki skilið þig".
Ég trúi ekki að hann sé ekki lengur til í veröldinni á Vesturgötu í Reykjavík.
Ég næ ekki utan um hve stórt skarð er hoggið með láti hans.
Ekki bara í menningu Íslands og raðir vina og kunningja heldur í veröldina og líka í lífið mitt.
Mig langar í jarðaförina hans og kveðja hann með vinum mínum sem þótti vænt um hann en ég kemst ekki.
Það verður kanski lítill þráður frá mér í jarðaförinni. Heimþráður.
Einusinni var hann hér.
Hvað ætli honum hafi þótt best að borða.
Ég sé hann einhvernveginn ekki borða spagettí. Kanski borðaði hann alltaf heilgrillaðan bassa eða steik.
Einusinni sátum við heilan dag og lásum biblíuna (og fórum svo á evil madness tónleika).
Einusinni sátum við í bíl í níu tíma og sungum írsk lög og táruðumst.
Einusinni stóð hann svo fallega með mér þegar ég var að rífast við einn mann (reyndar oft, mikið rosalega kunni ég vel að meta það).
Einusinni kenndi hann mér og ég lærði mjög mikið af honum.
Hann var frábær.
Oh
Ég er stödd í landi matar en er með taðreyktan silung á heilanum. Ef ég væri á íslandi mundi ég fara í kolaportið og kaupa mér taðreyktan silung og borða hann með gulri hunangsmelónu. Þið sem eruð stödd á íslandi ættuð að drífa ykkur í kolaportið og viljiði vera svo væn að hugsa til min þegar þið borðið hann.
Svo mundi ég fara í sund með matthíasi. Sund er lúxus.
Úh hvað mig langar í sund. Það eru sundlaugar hér í Feneyjum. Ég þarf að athuga þær betur þó ég sé efins gæði þeirra... oþó.. kanski eru þær innisundlaugar í dásamlega fögrum byggingum sem væri þess virði, jafnvel þó húðin detti af mér útaf klóreitrun. Maður er með svo næmt fegurðarskyn að maður leggur ýmislegt á sig til að synda í höll.
KÓ og SB eru hjá mér, þær eru ábyggilega tilí að athuga þetta með mér. Ef þær væru ekki hér þá væri ég með heimþrá. Það er lítil heimþrá að laumast um í maganum á mér.
Þegar Matthías var lítill misskildi hann heimþrá "heimþráð" hélt hann að hann væri með. Ég er með svoleiðis núna.
Hún er búin að vera að laumast um lengi en þegar Birgir Andrésson dó jókst hún til muna.
Þegar ég fékk símtalið var ég alein í heiminum. Brian og Ruchama voru hjá mér að vísu en þau þekktu hann ekki og þótti ekki vænt um hann og þó ég reyndi að útskýra fyrir þeim hvað hann hafi verið stór-kost-legur þá er það ekkert hægt því fólk er í raun ólýsanlegt og sér í lagi hann. Þau sáu að mér var mikið í mun að koma þeim í skilning um það og ég sá í augum þeirra "við getum ekki skilið þig".
Ég trúi ekki að hann sé ekki lengur til í veröldinni á Vesturgötu í Reykjavík.
Ég næ ekki utan um hve stórt skarð er hoggið með láti hans.
Ekki bara í menningu Íslands og raðir vina og kunningja heldur í veröldina og líka í lífið mitt.
Mig langar í jarðaförina hans og kveðja hann með vinum mínum sem þótti vænt um hann en ég kemst ekki.
Það verður kanski lítill þráður frá mér í jarðaförinni. Heimþráður.
Einusinni var hann hér.
Hvað ætli honum hafi þótt best að borða.
Ég sé hann einhvernveginn ekki borða spagettí. Kanski borðaði hann alltaf heilgrillaðan bassa eða steik.
Einusinni sátum við heilan dag og lásum biblíuna (og fórum svo á evil madness tónleika).
Einusinni sátum við í bíl í níu tíma og sungum írsk lög og táruðumst.
Einusinni stóð hann svo fallega með mér þegar ég var að rífast við einn mann (reyndar oft, mikið rosalega kunni ég vel að meta það).
Einusinni kenndi hann mér og ég lærði mjög mikið af honum.
Hann var frábær.
Subscribe to:
Posts (Atom)