Saturday, October 13, 2007

Vinnan.
Ég var aldrei búin að setja inn myndir frá flóðinu mikla um daginn. Það var alveg kengmagnað.... það myndaðst lítið sjávarmál í miðju rýminu og vatnið óx og óx.

Hér eru vinnumyndir.



Sýningin var falleg í syndaflóðinu, jatan og kindin stóðu á eyju einsog lítið kraftaverk.

Reyni alltaf að vera eins foxí og ég get á svipin í feneyjum.
Óli og Edda
voru að senda mér myndir frá því þau voru hér hjá mér, þau fóru í gær.
gaman.


Kolkrabbaát.

Rjómaterta og stuð.


Littli grísinn minn í hattinum mínum nýja fína.

Slurp.

Allt lífið er stundum mjúkt.

Ég geng með tvíbura, Þeir eiga að heita Óli og Eddi ef það eru strákar, en Edda og Óla ef það eru stelpur.

Þynka á fiskimarkaði, ég skil ekki hvernig edda getur verið svona óþynkuleg.... sennilega sléttujárnið gerir það að verkum.



102 rósir sem ég keypti af götusölum á barnum. OOOhh fékk á spottprís enda harður prúttari... oooh öll þessi fergurð.

Gaman.

Friday, October 12, 2007

Hér eru hjá mér Oli og Edda sem búa á móti mér á Kuglerstrasse.
Þau komu til að passa að færi ekki í sundur á festingunum að bíða eftir að sjá Matthías.

Í gær keyptum við:
-Hjartalaga Rjómaístertu með marens, handa Eddu því Oli er að reyna að fita hana upp.
-Proseco, skinku og ferskjur til að narta í.
-Fjólubláan hatt úr strútsföðrum og ull, handa mér en Oli var svo sætur með hann að ég leyfði honum að hafa hann, fólk bugtaði sig og beygði fyrir honum allar dyr opnuðust og einhverjar konur klöppuðu honum á kollinn og Edda þurfti að sýna þeim í tvo heimana.
-Hundrað götusalarósir, því ég bara get ekki sagt nei við götusala svona seint á kvöldin. Enda sé ég ekkert eftir því og hef sjaldan séð annan eins blómvönd.

Þetta er fallegasti hattur í GJÖRVALLRI verlöld. Hann er mjúkur og góður, hlýr og léttur og fallegur. þegar maður er með hann á hausnum fer allt lífið í soft-fókus og allir sjá mann líka í soft-fókus.

Við fórum á skítaveitingahús í hádeiginu í gær og borðuðum ótrúlega furðulegan og óhuggulegan mat.
Það koma myndir síðar. Kolkrabbar og slíkt. Mjööög.... eiginlega ógeðslegt.

Á mánudaginn hætti ég að reykja, nú ætla ég samt ekki að fá mér síkarettu þó mig langi, Ég er of þunn.
Góðarstundir.
g.

Monday, October 08, 2007

Hér er heimildamynd um Biblíuna, The history of the bible, mjög amerísk en með áhugaverðum punkti um Eþíópíu og Gnostik nálgun við guðspjöllin og hér er Zeitgeist, samsæriskenning um 9/11 með júniversal truth twisti í þrem hlutum;
#1 um trúarbrögð,
#2 um 9/11
#3 um bankastofnannir og hvernig þær stjórna heiminum.
Endar í niðurstöðu um hvernig það er í gangi evil plan um world domination á höndum fárra manna.
Þetta var ég að horfa á í fyrrinótt andvaka með Sísí grunlausa um illsku heimsins malandi á maganum á mér.