Saturday, September 29, 2007



Elsku Daphne,
í morgun þurfti ég að fara á gondóla yfir canalinn til að sækja mér spariföt og kápu. Það er community þjónusta hér til að komast yfir að maður getur tekið gondóla sem kostar 50 cent. Það eru bara tvær brýr yfir Canale Grande svo þetta er afar þægilegt. Þetta mun ég þurfa að gera á hverjum deigi eftir að ég flyt sem verður á mánudaginn en það er nú ekki það sem ég ætlaði að seigja þér kæra vinkona. Hver heldur þú að hafi verið með mér gondólanum? Ekki sem ræðari heldur óbreyttur farþegi einsog ég og þú. GONDÓLARÆÐARINN OKKAR MÖMMU ÞINNAR. Sá hinn sami sem gaf okkur syfilis þegar hann tróð tungu sinni ofan í kok okkar undir brúnni hjá húsinu hans Cassanova. Ég þekkti hann strax, röddina djúpu og nærveruna sterku. Ég gat hvorki hreyft legg né lið, ekki gat ég andað og alls ekki litið upp af ótta við að hann mundi þekkja mig. Ekki nóg með það. Það eru staurar sem maður þarf að varast þegar gondólinn leggur úr vör, það er ekki gott að hafa fingurna útfyrir þar sem maður situr á bríkinni á hliðinni á bátnum og einsgott að sitja tiltölulega beinn í baki. Gondolíerinn okkar mömmu þinnar snerti öxl mína og sagði uppá ítalskan máta, "Varaðu þig stúlka mín að rekast ekki í staurinn." Hjarta mitt missti slag. Slík er æfintýraborgin Feneyjar.
Í kvöld fer ég uppá meginlandið í brúðkaupsveislu í mínu fínasta pússi í feneyskri villu.
Salve.
G.

Thursday, September 27, 2007


Í nótt dreymdi mig að ég væri alveg hvíthærð.
Ég berst við nátturuöflin á morgnanna vopnuð strásóp og moppu en Í gær eignaðist ég leynivopn. Vaðstígvél. Glansandi svört vaðstígvél.
Það eru flóð, rigningar og vindar að sunnan sem halda vatninu inní lóninu svo flóðið fær ekki að fjara út.
Ég er öllu viðbúin og ver verkin hans Steingríms til síðasta blóðdropa. Í gær var ég köld og vot þegar ég loksins opnaði pavilionið klukkan tólf í stað tíu og fór þessvegna í stívélaleiðangur eftir vinnu. Nú er ég harðánægð með mig. Ég er sigurvergari og mokaði vatni með dash af brussugangi í morgun bara afþví það var svo gaman að vera í vaðstígvélum. ég er samt ekki frá því að hálsbólgan hafi aðeins tekið sig upp.

Það er ekki gott að verða votur í fæturnar því þá geta littlir vatnakakkalakkar verpt undir húðina á táslunum. Þeir eru littlir og brúnir einsog litlar margfætlur og feneyingar eru alvanir því að littlar beibí brúnar pöddur skríði undan tánöglunum á þeim þegar þeir eru í baði.

croché bambino kalla þeir þá og kippa sér ekkert upp við þetta.



Í nóvember verður svokölluð Aqua alta, sem er háflóð í Feneyjum þar sem allir annaðhvort vaða um göturnar á vaðstígvélum eða ganga á plönkum sem vegagerðin leggur fyrir fætur þeirra einsog hún saltar á vegum íslands. Æsilega spennandi.

Bráðum á ég afmæli. Þá verður partý í nýju íbúðinni minni. Ég held partý 2. okt að þýskum sið. Þið eruð öll velkomin lesendur góðir ef þið fáið flugmiða í tíma. Þið meigið gista hjá mér. Öll.
G.

Sunday, September 23, 2007

Á laugardaginn er mér boðið í brúkaup. Ekki mitt því miður en annara manna. Obbulítið feimin að fara ein í það. Ég er búin að skipuleggja bátsferð í okt þegar maximus kemur. gaman. g.
Ég er með æði fyrir appelsínum
Ég er kanski búin að vera manísk í baráttunni við moskítódruslurnar. Sumir mundu seigja obsessif, geðveik jafnvel. En ég er ósammála því. Makalaus kvikindi.

Það styttist í að ég flytji. Ég mun nota morgundaginn í að pakka, ég á að skila íbúðinni af mér á þriðjudaginn. Ég þarf að dekka þrjá daga og mun flytja inn hjá Rachel og Emmu og vera eldabuskan þeirra í þrjá daga, svo má ég flytja inn í húsið mitt 28uda og íbúðina sjálfa 1sta okt.. Ég hlakka til að flytja.

Ég er aftur tekin við að sunda pavilionin, eitt á dag kemur skapinu í lag. í gær skoðaði ég Ukraínu. Very good og mjög áhugavert að koma inní höllina sem geymir listina, ekki síður áhugavert en listin sjálf. Það er oft þannig. Bienalin gefur manni tækifæri til að fara inní byggingar sem maður mundi annars aldrei fá að sjá og sumar þeirra eru ótrúlegar. Skoðaði Írland og Norður-írland. Gerard Byrne er fyrir Írland með fín verk, eitt frábært "Two Months, three weeks and two days ago". Willie Dorherty er fyrir N-írland. Verkið hans er svolítið skylt Steingríms verki. Þeir eru báðir að fjalla um minni að heiman. Dorherthy fjallar um drauga, ekki beinlínis framliðna heldur meira pain í jarðveginum og áru landsins eftir alla conflictana. Fallegt verk.

Sjálf er ég byrjuð á nýrri seríu af videoum og ljósmyndum og er búin að salta hestaverkið í bili. Mig vantar almennilegan diktafón því ég þarf að taka upp raddir Írsku stúlknanna fyrir þetta. Chloe er búin að samþykkja að lesa yfir hestaverkið, eftir töluverðar fortölur, en það er aldrei að vita hvenær það verður. Ég hugsa að ég þurfi að fara til írlands.
Írskur hreimur og talandi er ótrúlega fagur og stúlkurnar eru með fallegar raddir. Sagan um Sú mjakast.

Ég er með einkaprójekt í viku til að skemta sjálfri mér. "Hlýða impulsum" heitir það og gengur útá að hlýða öllum impúlsum sem ég fæ og láta ekki feimni eða venjur aftra mér. Hingað til hefur þetta kynnt mig fyrir Joselín sem ég gaf mig á tal við og endaði með að eyða deginum með. Hún er að skipuleggja Singapore Bienalinn svo þarna var impúlsið mitt á réttri leið. Að öðruleiti hefur þetta aðallega leitt mig í gildrur snyrtivöru-, nærfata- og fatabúða og aukinheldur laðað að mér furðufugla sem ég er svolítið þreytt á en gefst ekki upp þó á móti blási. Ég er að vona að mér takist að impulsa mér á einkabát sem er ekki svo ólíklegt hér í borg. Kanski er ég að verða skrítin af því að vera hérna.

Sko hvað hún er sæt og feimin.

Ruchama fékk peninga verðlaun fyrir frammúrskarandi skúlptúra og ætlar að heimsækja mig til að halda uppá það í nov. Mergjað. Mér finnst best að hún hafi unnið því hún kemur þá til míííín.

Ég er þunn. Í gær borðaði ég bestu og stærstu túnfisk steik í víðri veröld. Úff hvað hún var mikil paradís. Skolaði henni niður með dásamlegu víni eftir ótrúlega osta og pulsur og skinkur í forrétt. Impúlsið mitt sagði mér að setjast við píanóið og syngja eftir matinn en ég óhlýðnaðist því ég var ekki nógu full. Eða öllu heldur krakkarnir sem ég var með voru ekki nógu fullir. Það er beinlínsi ætlast til þess af mér að skaffa tónlist á þessum stað og ennþá komið fram við mig einsog rokkstjörnu jafnvel þó ljóni sé farin og ég hafi aldrei verið neitt annað en grúppían hans.

3. okt ætla ég að hætta að reykja en nú ætla ég að fá mér síkarettu.

g.h.