Saturday, September 15, 2007
Gondolíerarnir
eru furðulegt fyrirbæri, þeir eru svo fallegir í einkennisbúiningi og eru til sölu einsog stúlkurnar á Oranienburgerstrasse. Þeir góla á mann og blikka, Gondola? Gondola? Góla þeir. I give you discount! Freistandi eru þeir. Í hittifyrra kostuðu þeir sextíu evrur. Nú kosta þeir hundrað. Þeir taka sér stöðu við götuhorn eða á brúm, standa í fallegum pósum og bjóða sig. Vinnandi menn, heillandi.
Hann Unnar.
Hann Unnar er svo fallegur og góður, vitur og hæfileikaríkur. Ég held´ann sé aðalsborinn, týndur prins. Kanski er konungsríki einhverstaðar sem saknar prinsins síns. Kannski var hann settur í körfu einsog Móse þegar hann var lítið ungabarn með pelann sinn og settur á haf út af einhverjum sinister ástæðum. Kanski er hans leitað og sárt saknað. Hann hefur þá rekið óvart á land á íslandi og gert gottúrissu. Kanski vantar engil á himnum, ætli Unnar hafi þá ekki meitt sig í hausinn sinn þegar hann féll af himnum ofan. Það hefur verið stjörnuhrap í lagi.
Unnar við dýrkum þig.
(Tignum jörðina sem þú gengur á)
Hann Unnar er svo fallegur og góður, vitur og hæfileikaríkur. Ég held´ann sé aðalsborinn, týndur prins. Kanski er konungsríki einhverstaðar sem saknar prinsins síns. Kannski var hann settur í körfu einsog Móse þegar hann var lítið ungabarn með pelann sinn og settur á haf út af einhverjum sinister ástæðum. Kanski er hans leitað og sárt saknað. Hann hefur þá rekið óvart á land á íslandi og gert gottúrissu. Kanski vantar engil á himnum, ætli Unnar hafi þá ekki meitt sig í hausinn sinn þegar hann féll af himnum ofan. Það hefur verið stjörnuhrap í lagi.
Unnar við dýrkum þig.
(Tignum jörðina sem þú gengur á)
Thursday, September 13, 2007
Hér er landakort af veggnum sem vex. Ég bíð eftir teikningu frá Dafne og Chloe. Pabbi hefur verið magnaður teiknari þegar hann var tíu ára, ef ekki undrabarn. Nema dagsetningin sé röng á myndinni ´47 rétt eftir stríð. Þetta er mergjaður loftbardagi með nasistum og bandamönnum. Það er önnur mynd aftan á þessari af hermönnm liggjandi í skotgröfum. Hún er líka kyngimögnuð fyrir 10 ára dreng.
Nú er lítill kisi í pössun hjá mér. Aijaijaij! Hvað hann er sætur. Það er verið að leggja parket heima hjá honum svo hann má ekki verða skítugur og þvælast fyrir iðnaðarmönnunum. Hann er stressaður og mjálmar og vill fara heim. Hann reyndi að kíkja útum gluggan og labbaði lóðrétt upp vegginn og upp gardínurnar. Fimur fimleika kisi.
Bráðum hætti ég að reykja en nú ætla ég að fá mér síkarettu svo klára ég bréf.
Wednesday, September 12, 2007
Mynd handa Chris og Mel því þau voru að gifta sig. Ætli ég gifti mig einhverntíma. Ég skil ekket í því að ég hafi ekki gifst þessum mönnum mínum. Næst þegar ég á kærasta ætla ég að giftast honum í kirkju og vera í kjól sem ég labba fram hjá á hverjum degi og andvarpa. Hann kostar 100.000 þúsund. Kanski ég taki mynd af honum... vááá kanski að ég máti hann og laumist til að taka mynd í mátunarklefanum... úúh spennandi verkefni.
Ég hef beðið nokkra káta krakka að senda mér teikningar í pósti til að umkringja mig í einverunni á Ítalíano.
Viðbrögðin eru mögnuð það rignir yfir mig ljósmyndum og teikningum og uppskrifuðum ljóðum hvaðanæfa úr heimi hér. Aðalega úr evrópu þó. Ég hengi upp á elhúsvegginn, þar er oggulítil ljósmynd í gömlum gullramma af mér og mömmu og pabba og brúðunni minni í bláum fötum. Ég var fimm ára. Teikning eftir Stínu, Matthías, Bryan, Ruchama, pabba (síðan hann var 10 ára frá ´47), ljósmyndir, samvinnu teikning Ása og Matthíasar og nótnablað frá Mummu með ásatrbréfi frá mér til doldils stráks aftan á. Laumu-ástar-nótnablað. Ég ætla að biðja mömmu að teikna svan handa mér þegar hún kemur. Ég veit að hún er klár að teikna svani. Hún gerir það stundum þegar hún er í símanum.
Uppskrift af Poched eggjum:
Hvítvínsedik.
Salt.
Egg.
Notið breiðan pott og setjið vatn í, setjið slurk af ediki og salt í pottin og látið koma upp að suðu þannig að littlar lofbólur komi en ekki svo mikilli suðu að bulli í.
brjótið eggið varlega ofan í vatnið. Þetta er trickí, það þarf að sleppa egginu ofurvarlega og láta það setjast á botninn í pottinum.
látið það vera í þrjár mínútur og passið að suðan sé ekki of mikil þannig að eggið leysist ekki í ræmur, en þó það mikil að það kokkist.
Þegar það er tilbúið er það einsog Amaba í laginu með mjúka rauðu.
Berið fram með ristuðu brauði og örlitlu salti, kaffibolla og kanski tómat ef vill.
Ég er með dellu fyrir eggjum. Borða þau Poched á morgnanna og horfi á teikningavegginn minn.
Einn vinur minn gerði einusinni ljósmyndaverk með fullt af eggjum niðri í fjöru. Hann keypti svona 20 eggjabakka og gróf holu fyrir eggin og sig. Hann var blankur og vildi ekki henda eggjunum þegar hann var búin að taka ljósmyndina svo hann át þau í hvert mál, eldaði eggin sín á ýmsan máta, sauð, bakaði, skramblaði og steikti. Hann endaði með því að gera einusinni risa ommelettu úr tíu eggjum þegar hann kom heim af barnum og át hana alla. Hann overdosaði á eggjum og hefur ekki getað borðað þau síðan. Hann gaf mér þrjá eggjabakka og þá æfði ég mig að gera poched eggs. Ég var mjög klaufsk við það til að byrja með og gott ef það fór ekki heill eggjabakki í súginn en nú er ég búin að mastera það.
Þetta var fyrir fjórum árum í Amsterdam.
Þessi náungi er alveg stórmerkilegur varðandi mat. Einusinni vorum við í Antverpen á einhverju opnannaröllti og þá át hann heilan stóran konfektkassa og varð veikur af því. Belgar voru þá heimsmeistarar í konfekt gerð og Nauhaus verðlauna konfektið var það sem hann át einsog poppkorn. Einusinni vorum við í Barcelona og keyptum í matinn. Þá kom i ljós að hann er veikur fyrir jógúrti. Hann keypti eina dós af hverri tegund (þær voru þó nokkrar) og gerði svo vandlega úttekt við morgunverðarborðið. Ég hef aldrei séð neinn svona spenntan yfir jógúrti.
Sjálf borðaði ég tvo bolla af heitu kakó í morgunmat og kex með pesto. Ég er þunn.
Ég hef beðið nokkra káta krakka að senda mér teikningar í pósti til að umkringja mig í einverunni á Ítalíano.
Viðbrögðin eru mögnuð það rignir yfir mig ljósmyndum og teikningum og uppskrifuðum ljóðum hvaðanæfa úr heimi hér. Aðalega úr evrópu þó. Ég hengi upp á elhúsvegginn, þar er oggulítil ljósmynd í gömlum gullramma af mér og mömmu og pabba og brúðunni minni í bláum fötum. Ég var fimm ára. Teikning eftir Stínu, Matthías, Bryan, Ruchama, pabba (síðan hann var 10 ára frá ´47), ljósmyndir, samvinnu teikning Ása og Matthíasar og nótnablað frá Mummu með ásatrbréfi frá mér til doldils stráks aftan á. Laumu-ástar-nótnablað. Ég ætla að biðja mömmu að teikna svan handa mér þegar hún kemur. Ég veit að hún er klár að teikna svani. Hún gerir það stundum þegar hún er í símanum.
Uppskrift af Poched eggjum:
Hvítvínsedik.
Salt.
Egg.
Notið breiðan pott og setjið vatn í, setjið slurk af ediki og salt í pottin og látið koma upp að suðu þannig að littlar lofbólur komi en ekki svo mikilli suðu að bulli í.
brjótið eggið varlega ofan í vatnið. Þetta er trickí, það þarf að sleppa egginu ofurvarlega og láta það setjast á botninn í pottinum.
látið það vera í þrjár mínútur og passið að suðan sé ekki of mikil þannig að eggið leysist ekki í ræmur, en þó það mikil að það kokkist.
Þegar það er tilbúið er það einsog Amaba í laginu með mjúka rauðu.
Berið fram með ristuðu brauði og örlitlu salti, kaffibolla og kanski tómat ef vill.
Ég er með dellu fyrir eggjum. Borða þau Poched á morgnanna og horfi á teikningavegginn minn.
Einn vinur minn gerði einusinni ljósmyndaverk með fullt af eggjum niðri í fjöru. Hann keypti svona 20 eggjabakka og gróf holu fyrir eggin og sig. Hann var blankur og vildi ekki henda eggjunum þegar hann var búin að taka ljósmyndina svo hann át þau í hvert mál, eldaði eggin sín á ýmsan máta, sauð, bakaði, skramblaði og steikti. Hann endaði með því að gera einusinni risa ommelettu úr tíu eggjum þegar hann kom heim af barnum og át hana alla. Hann overdosaði á eggjum og hefur ekki getað borðað þau síðan. Hann gaf mér þrjá eggjabakka og þá æfði ég mig að gera poched eggs. Ég var mjög klaufsk við það til að byrja með og gott ef það fór ekki heill eggjabakki í súginn en nú er ég búin að mastera það.
Þetta var fyrir fjórum árum í Amsterdam.
Þessi náungi er alveg stórmerkilegur varðandi mat. Einusinni vorum við í Antverpen á einhverju opnannaröllti og þá át hann heilan stóran konfektkassa og varð veikur af því. Belgar voru þá heimsmeistarar í konfekt gerð og Nauhaus verðlauna konfektið var það sem hann át einsog poppkorn. Einusinni vorum við í Barcelona og keyptum í matinn. Þá kom i ljós að hann er veikur fyrir jógúrti. Hann keypti eina dós af hverri tegund (þær voru þó nokkrar) og gerði svo vandlega úttekt við morgunverðarborðið. Ég hef aldrei séð neinn svona spenntan yfir jógúrti.
Sjálf borðaði ég tvo bolla af heitu kakó í morgunmat og kex með pesto. Ég er þunn.
Tuesday, September 11, 2007
Dear Chloe dove,
I wish you were still here with me. today I got in the mail a letter from Bryan and Ruchama addressed to the both of us. It contained two poems, a torn drawing, a small picture of someone in the 70´s recording smth or pretending to, one A5 print of you on a bus on our Venice trip four years ago, one of Bryan, looking like he is crying - wearing white, on san marco surrounded by pigeons one of which is sitting on his head, one of Ruchama with a written tattoo on her arm and and one of me doing dishes in Vrolickstraat. also the invite to Ruchama´s show and an article in the Amsterdam Weekly of particular interest to you because it was on anatomy in art and anatomy in science.
a river dry
a boy who cries
for jars of oil
and ice cream pies
a widow´s cake
and tailor´s thread
a raven black
who brings me bread
I think Bryan rather than Ruchama wrote them, although I don't know. They are carefully written on each side of a page torn out of a sketch book. they will most definitely go on my wall in front of my desk.
Are you still in Italy, are the wheels back on the journey, is everything chaotic?
plz bring your family to me, I shall cook them meals and make them coffee.
when you send me your drawing would you plz send it to my new address.
I found a natural beach with no tourists and no facilities only dunes and the ocean and the odd jogger and sunbather
we, Rachel, Emma, Lindsay and I went there yesterday. It was lovely, just us and the ocean. I thought of you and it made me laugh actually, because I don't think you would have liked it very much for some reason.
love
gunnhildur
I wish you were still here with me. today I got in the mail a letter from Bryan and Ruchama addressed to the both of us. It contained two poems, a torn drawing, a small picture of someone in the 70´s recording smth or pretending to, one A5 print of you on a bus on our Venice trip four years ago, one of Bryan, looking like he is crying - wearing white, on san marco surrounded by pigeons one of which is sitting on his head, one of Ruchama with a written tattoo on her arm and and one of me doing dishes in Vrolickstraat. also the invite to Ruchama´s show and an article in the Amsterdam Weekly of particular interest to you because it was on anatomy in art and anatomy in science.
a river dry
a boy who cries
for jars of oil
and ice cream pies
a widow´s cake
and tailor´s thread
a raven black
who brings me bread
I think Bryan rather than Ruchama wrote them, although I don't know. They are carefully written on each side of a page torn out of a sketch book. they will most definitely go on my wall in front of my desk.
Are you still in Italy, are the wheels back on the journey, is everything chaotic?
plz bring your family to me, I shall cook them meals and make them coffee.
when you send me your drawing would you plz send it to my new address.
I found a natural beach with no tourists and no facilities only dunes and the ocean and the odd jogger and sunbather
we, Rachel, Emma, Lindsay and I went there yesterday. It was lovely, just us and the ocean. I thought of you and it made me laugh actually, because I don't think you would have liked it very much for some reason.
love
gunnhildur
Sunday, September 09, 2007
Sór með sjáfri mér að andskotast ekkert útí kúltúr í þessum skrifum, ekki útí Ísland, hvorki stóriðju, fjölmiðla, listheim né peningadýrkun, skammsýni og innantómt gildismat heillar þjóðar. Ég ætla að standa við það. Ég elska ísland. Það er pínu erfitt núna því ég var að hugsa um doldið ... sem ég las.. í samhengi við doldið fólk sem ég þekki... en ok. Í staðinn bendi ég á The Grandmother eftir David okkar Lynch, á þessari síðu var til skamms tíma að finna Faust frá 1926. Stórkostlega mynd. en hún er farin út af listanum sem er síbreytilegur. Síðan heitir joox.net og er stundum spennandi.
Nesti í vinnunni: Tvö oggulítil rúnstykki með bresolaskinku, osti og salati. Í gær keypti ég kristalla til að hengja í gluggann minn í nýju íbúðinni einsog mamma gerir. Mamma er eins og Pollíanna og ég ætla líka að vera þannig. Mamma er dásamleg og ég hlakka til að sjá hana eftir að hún gerðist Asíufari. Þegar mamma og Matthías koma til Feneyja ætla ég með þau á Vivaldi tónleika í höll. Úh hvað ég hlakka til að fá Matthías. Mig verkjar af tilhlökkun.
Með nestinu mínu spara ég tíma og borða það áður en Alexo leysir mig af og þeysist svo í skála. Í dag ætla ég að skoða Storm ef ég finn hann og villist ekki bara um. Það verður önnur tilraun mín.
Ég er ekkert búin að skoða tvíæringinn, ég er búin að sjá Singapor og Mexico og það er allt. Ég er búin að fá starfsmannapassann minn en einu dagana sem ég á frí er á mánudögum og þá er allt lokað. Þetta gengur ekki, ég bara verð að taka mér löng hádegishlé og fara og skoða þetta. Ég er spennt að sjá Sophe Call og Koreu hef líka heyrt góða hluti um Kanada.
Eftirleiðis mun ég eyða minni tíma í að borða í hádeginu en leggja þess meiri áherslu á að sjá amk eitt pavilion hér í nágreninu á dag. Nú er ekkert sem heitir. Ég sá sjónvarps viðtal við listamann í Singapore skálanum og skrifaði niður eina setningu. "I dont know, therefore I work. I dont like working on smth I know, -then it becomes an illustration" Da Wu Tang. Hann er eldri maður og verkin hans eru viðkvæm, ég var ekkert yfir mig hrifin af þeim en ég var hrifin af þessari setningu.
Feneyingar dýrka ljón, það var ljón í gullbúri á Markúsartogi í gamla daga sem allir elskuðu. Ljónið dó úr gulleitrun því það sleikti rimlana sína allan daginn. Síðan þá er bannað að hafa ljón í búrum. Þeir lærðu af þessu. Sumir læra aldrei þó þeir séu alveg að deyja úr gulleitrun.
Ef Dafnedís kemur ætla ég að hafa hana nakta í gullbúri og láta hana sleikja rimlana. Hún er svo falleg, hún mun fella demantstár sem ég ætla að tína á kvöldin og klæðast röndóttu gondóla peysunni minni við verknaðinn sem við keyptum saman þegar við vorum hér síðast í afmælisferð. Gondolerarnir geta skoðað hana sér til yndisauka í kaffipásunni sinni.
Ljóni kemur ekki á morgun heldur hinn. Hann verður ekki í gullbúri en nakin verðum við.
Það er skylda mín að deita amk einn Gondolíera á meðan ég er hér. Ég lít á það sem verkefni hvort sem ljóna líkar betur eða verr.
Þetta blogg er hryllileg tímasuga. Ég hef ekkert unnið í sögunni minni og heldur ekkert í vídeoinu sem ég er búin að vera að klippa í hundrað ár og skil ekki lengur um hvað það átti að vera. Listin er lítil og lífið er stórt. Klukkan er strax orðin eitt. Bráðum hætti ég að reykja en nú ætla ég að fá mér sígarettu.
Í morgun vakti lúðrasveit mig.
Nesti í vinnunni: Tvö oggulítil rúnstykki með bresolaskinku, osti og salati. Í gær keypti ég kristalla til að hengja í gluggann minn í nýju íbúðinni einsog mamma gerir. Mamma er eins og Pollíanna og ég ætla líka að vera þannig. Mamma er dásamleg og ég hlakka til að sjá hana eftir að hún gerðist Asíufari. Þegar mamma og Matthías koma til Feneyja ætla ég með þau á Vivaldi tónleika í höll. Úh hvað ég hlakka til að fá Matthías. Mig verkjar af tilhlökkun.
Með nestinu mínu spara ég tíma og borða það áður en Alexo leysir mig af og þeysist svo í skála. Í dag ætla ég að skoða Storm ef ég finn hann og villist ekki bara um. Það verður önnur tilraun mín.
Ég er ekkert búin að skoða tvíæringinn, ég er búin að sjá Singapor og Mexico og það er allt. Ég er búin að fá starfsmannapassann minn en einu dagana sem ég á frí er á mánudögum og þá er allt lokað. Þetta gengur ekki, ég bara verð að taka mér löng hádegishlé og fara og skoða þetta. Ég er spennt að sjá Sophe Call og Koreu hef líka heyrt góða hluti um Kanada.
Eftirleiðis mun ég eyða minni tíma í að borða í hádeginu en leggja þess meiri áherslu á að sjá amk eitt pavilion hér í nágreninu á dag. Nú er ekkert sem heitir. Ég sá sjónvarps viðtal við listamann í Singapore skálanum og skrifaði niður eina setningu. "I dont know, therefore I work. I dont like working on smth I know, -then it becomes an illustration" Da Wu Tang. Hann er eldri maður og verkin hans eru viðkvæm, ég var ekkert yfir mig hrifin af þeim en ég var hrifin af þessari setningu.
Feneyingar dýrka ljón, það var ljón í gullbúri á Markúsartogi í gamla daga sem allir elskuðu. Ljónið dó úr gulleitrun því það sleikti rimlana sína allan daginn. Síðan þá er bannað að hafa ljón í búrum. Þeir lærðu af þessu. Sumir læra aldrei þó þeir séu alveg að deyja úr gulleitrun.
Ef Dafnedís kemur ætla ég að hafa hana nakta í gullbúri og láta hana sleikja rimlana. Hún er svo falleg, hún mun fella demantstár sem ég ætla að tína á kvöldin og klæðast röndóttu gondóla peysunni minni við verknaðinn sem við keyptum saman þegar við vorum hér síðast í afmælisferð. Gondolerarnir geta skoðað hana sér til yndisauka í kaffipásunni sinni.
Ljóni kemur ekki á morgun heldur hinn. Hann verður ekki í gullbúri en nakin verðum við.
Það er skylda mín að deita amk einn Gondolíera á meðan ég er hér. Ég lít á það sem verkefni hvort sem ljóna líkar betur eða verr.
Þetta blogg er hryllileg tímasuga. Ég hef ekkert unnið í sögunni minni og heldur ekkert í vídeoinu sem ég er búin að vera að klippa í hundrað ár og skil ekki lengur um hvað það átti að vera. Listin er lítil og lífið er stórt. Klukkan er strax orðin eitt. Bráðum hætti ég að reykja en nú ætla ég að fá mér sígarettu.
Í morgun vakti lúðrasveit mig.
Subscribe to:
Posts (Atom)