Thursday, September 20, 2007

Moskító Pistill II
Hvernig best er að bregðast við þegar maður er bitin af pestinni smáu.


Moskító flugur stinga menn og dýr og troða svo löngum rana undir húðina og sjúga blóð. Þær eru með deyfiefni til að stunda þetta óáreittar og þær geta stungið rana sínum ansi langt undir húðina og tekið sér góðan tíma í þetta dund sitt. Ég hef heyrt að ef maður strekkir húðina í kringum þær þegar þær bíta geti þær ekki losað sig og geta heldur ekki hætt að sjúga svo þær sjúga sig til dauða og springa á endanum á húð manns þannig að blóðið splatterast úr. Ég hef sjálf ekki geð í mér til að prufa þetta en hef áræðanlegar heimildir frá fyrstu hendi. Það er munnvatnið úr þeim sem veldur ofnæmisviðbrögðum svo bitin verða bólgin og kláði sækir í þau. Ýmis krem og ... (meira seinna ég er komin með uppí kok)




Moskító Pistill I.

Góð ráð við moskítóflugum.
Hér á eftir fara nokkur góð ráð í hinni endalausu styrjöld milli manna og flugna. Ég er staðfastur dáti í stríði þessu og hef víðtæka reynslu sem ég deili glöð með ykkur lesendur mínir tryggir og kærir.

Moskító flugur geta þefað mann uppi úr töluverðri fjarlægð, allt að fimm kílómetrum, sérstaklega eru þær sensitífar fyrir andadrætti sem við öndum frá okkur og velja sér jafnan einstaklinga útfrá honum. Þær eru hrifnari af sumum en öðrum, oftast hrifnastar af konum og kvenlegum mönnum af einhverjum ástæðum. Það eru einungis kvenflugurnar sem þurfa blóð í mataræði sitt til að geta verpt. Karlflugur lifa á blómadjús. Þær eru aktífastar í ljósaskiptum og á nóttunni og þá þarf að gera varúðarráðstafanir.

Hvítir flekar þegar bitið er nýtt.

#1 Viðbrögð við bitum.
Það er mjög misjaft hvernig fólk bregst við bitum, sumir finna varla fyrir þeim á meðan aðrir, einsog ég, fæ viðbjóðsleg viðbröð. Fyrst eftir að ég er bitin ver ég vör við lítinn hvítan fleka sem mig klæjar í, eftur uþb tuttugu tíma virðist það hafa jafnað sig en þá, ca 10 tímum eftir það, breytist bitið í harðan bólginn risafleka með óbærilegum kláða, hita og púlsi í. Ef ég passa að klóra mér ekki, og til þess þarf að breyta hörku, getur þessi horfið á uþb 3 dögum en ef ég klóra mér, sem ég geri oftast í svefni, sit ég uppi með risabit í fimm til sjö daga og enda með marglitan marblett. Það er raunar misjafnt hve flekinn og marbletturinn er stór, það virðist fara eftir fitulagi húðarinnar. Ef ég er bitin í læri eða upphandlegg er flekinn stór, en ef ég er bitin á kjúku eða ristina er bitið lítið en gífurlegur þrýstingur í því. Stundum hef ég fengið blöðrur, einusinni mjög stóra og vökvafyllta. Af þessu má sjá að það borgar sig að vera varkár og vakandi og gera vandlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir bit. Það breytir því ekki að ég er oft bitin því flugurnar eru tilbúnar að leggja ýmislegt á sig til að fá bita af mér. Þær elska mig. Næsti pistill fjallar um hvernig best er að gera að bitum með ýmsum ráðum en hér verður fjallað um leiðir til að koma í veg fyrir bit.



#2. Fælandi efni til að bera á skinn.
Það er mikið úrval af efnum til að bera- og spreyja á skinn til að koma í veg fyrir bit. Efni sem maður ber á skinn er gert til að rugla þær þegar þær eru búnar að súmma inná mann. Þau eru afar misjöfn að gæðum og virkni. Jurtin Sitronella er náttúrleg lausn, en hefur stutta og veika virkni en þó einhverja. Camphora, menthol og eucalyptus sem finnast meðal annars í mörgum kínverskum smyrslum einsog t.a.m. Tigerbalm eru einnig áhrifarík en einungis í u.þ.b. 20 mínótur. Séu þessar vörur bornar títt á virka þær ágætlega. Sprey og smyrsl sem innihalda DEET eru áhrifaríkust, en líka í sumutilfellum óholl og oft óaðlaðandi fyrir okkur, lygta illa og bragðast hryllilega. En virkin af þeim er langvarandi og ágætlega effektíf, allt að sex klukkustundir. Þó eru allar þessar vörur tiltölulega óstabílar í virkni og ekki nægjanlegar einar og sér til að koma í veg fyrir bit. Það er gott að spreyja líka á fötin sín því þær fara létt með að bíta í gegnum suman fatnað. Það eru líka til armbönd sem eiga að virka fyrir allann líkamann, ég fjárfesti i einu slíku í gær, það kostaði 9 evrur og á að virka í 6 daga. Ég prufaði að sofa með það í nótt, gerði engar aðrar ráðstafanir og vaknaði með einungis eitt bit jafnvel þó að það væri fluga í herberginu svo það virðist virka ágætlega. Ef það er fluga í herberginu og ég geri engar ráðstafannir vakna ég yfirleitt með uþb fimm til tíu bit svo þetta verður að teljast nokkuð góð virkni.

#3. Fælandi efni innanhúss sem utan.
Plantan Sítrónella í gluggum er sögð koma í veg fyrir að moskító flugur leiti inn til mans. Það er ekki mín reynsla, Þær fljúga einfaldlega framhjá. Net eru góð lausn en þarf að vera vel gert. Ef það er fluga í svefnherberginu hjá manni er nokkuð víst að maður vaknar með eitt eða fleiri bit daginn eftir. Í mínu tilfelli er alltaf fluga inni hjá mér því þær elska mig, svo ég tek mörg og flókin skref til að halda þeim frá. Það eru til kerti sem innihalda Sitronellu, en mér hefur ekki fundist virkni þeirra til að hrópa húrra fyrir. Ef ég ælta að vera virkilega 100% viss um að vera moskító frí í svefnherberginu mínu yfir nótt eitra ég herbergið (Ég er reyndar hætt því núna því það er flókið og verulega óhollt) og sit svo "Vapo" eða "Frog", spírallaga reykelsi, sem þær hata, útí glugga til að geta haft hann opinn. Ég passa að hafa ekki ljós inni í herberginu eftir að ég hef opnað gluggann. Það er lykilatriði. Þær laðast að ljósi svo ég hef logandi ljós, helst flúor ljós í eldhúsinu yfir nótt til að reyna að tæla þær frá svefnherberginu.
Ef maður vill ekki eitra svefnherbergið sitt og það er fluga inn hjá manni er gott að liggja alveg kjurr og þykjast sofa og vera með lítið ljós, bara eitt í öllu herberginu við rúmið, þær sækja í ljós. Maður þarf að liggja alveg kjurr sem svæfi maður, því þær skynja hjartslátt og koma ekki á stjá fyrr enn þær finna að það hefur hægst á honum. Svo koma þær og setjast þar sem ljósið skín og þá getur maður drepið þær. Þetta getur tekið tíma en er þess virði til að vakna ekki með bit. Sérstaklega fyrir fólk sem bregst illa við bitum einsog mig.
Ef maður er með matarboð úti á verönd eða við opna glugga er gott að setja áðurnefnd spíralreykelsi undir borðið til viðbótar við sítrónellu kerti og fælandi áburði á húð til að koma í veg fyrir bit á fótleggjum.

Hér lýkur þessari samantekt. Í næsta pisli mun ég fjalla um hvernig best er að eiga við bit, því ekki verður hjá því komist að vera bitin sama hvaða ráðstafannir maður tekur. Ef einhver hefur einverju við þetta að bæta eru öll ráð vel þegin.


Hermaður heilsar,
Gunnhildur

Wednesday, September 19, 2007

Þislar

eru einsog blóm. Maður sýður þá í tuttugumínútur eða hálftíma og lætur þá svo liggja í soðinu í aðrar tuttugu mínútur. Maður býr til sósu úr jógúrti og sítrónu, kanski sinnebbi og olíu, salti og einhverju kryddi eða bara hverju sem er. Ótrúlega góður matur og gaman að borða hann. Maður borðar hvert krónblaðið á fætur öðru, dýfir því í sósuna og lætur það renna eftir tönnunum þannig að mjúkt kjötið verður eftir í gómnum. Svona borðar maður sig inn að þistilhjartanu sem er mjúkt og gott. Ég finn þegar ég borða þetta að mér líður vel á eftir, að þetta er gott fyrir mig. Einhvernveginn sérstaklega fyrir húðina. Matur guðanna.




Úff hvað matur er annars ótrúlega góður hér. Var ég búin að minnast á það? Það er dýrindis fisk- og grænmetismarkaður beint á móti vinnunni minni. Allt hráefni er svo gott og fullkomið og ríkt að allur matur verður guðdómlegur. En það er bara handfylli af veitingastöðum sem eru virkilega góðir. Ég þekki bara þrjá. Restin er hryllilegar gildrur.
Ég vil engan dæma og allir meiga hafa beyglur sínar, vankanta og dinti fyrir mér. Það er bara betra og fjölbreytilegra. En í dag er ég lasin með hálsbólgu eftir skordýra- og rottueitrið, varnirnar liggja greinilega niðri og það sópast að mér ótrúlegir furðufuglar sem ég losna aldrei við sökum þess hve opin og mikil yndælisstúlka ég er. Viðbrögðin við því að svara játandi þegar maður er spurður hvort maður sé frá íslandi geta verið hreint út bizarre. Allt frá hlátursrokum uppí einhverskonar grindarglampa. Við erum svo sjaldgæf eintök að fólk fær impúls til að taka mann og geyma mann í glerkrukku einsog safngrip. Ég sé það stundum í augunum á því. Ég er búin að fá nokkra furðufugla í dag, tvo sem vert er að minnast á, þar sem ég sat með hálsbólguna mína upptekin við að leggja kapal í tölvunni. Annar var óðamála, heilsaði mér, spurði hvaðan ég væri muldrandi og feiminn snyrtilegur eldri maður með flöktandi en ákaft augnarráð. Hann brast svo á, sleppti sér algerlega, talaði um fíla með rúnir ristar í blóði í fætur sína úr helvíti Dante í litlu þorpi einhversaðar á ítalíu. Listræn tengsl víkinga og rómverja ef ég skildi hann rétt (skil samt ekki hvernig fíllinn passar inní jöfnuna). Hann sýndi mér greinar og teiknaðar myndir máli sínu til sönnunar, fyllti littla yfirsetudömuborðið mitt af pappírsdóti og í orðflauminum tókst honum að stauta uppúrsér hvort hann mætti fá hár úr höfði mínu, hann safni nenfnilega sömplum úr sjaldgæfu fólki. Eftir að hann sannfærði mig um að hann væri hvorki raðmorðingi, sturlaður vísindamaður né pervert heldur bara svolítið brjálaður arkítekt með side projekt að sampla fólk sem hann hittir gaf ég honum hár og kvittaði fyrir því. Ég skil vel að fólki þyki áhugavert að hitta einn af 300.000 blah blah blah ef það er þannig þenkjandi á annað borð. En stundum keyrir um þverbak. Á meðan flaumurinn rann úr arkítektinum kom annar maður inn og spurði á einhverskonar íslensku "Ertu íslensk?" Ég svara játandi. Maðurinn brotnaði þá saman í raunvörulegt hysterískt hláturskast og hröklaðist út. Það var raunar ágætt, þá horfðumst við arkítektinn í augu og mín augu sögðu "sjáðu hvað ég þarf að díla við" og hans augu sögðu "ég samhryggist og ég mun ekki trufla þig framar" svo fór hann. Furðufuglarnir núlluðu hvorn annan út.

Tuesday, September 18, 2007

Mér er sama þó moskítóflugur og rottur éti mig upp til agna. Það er rottuskítur í stigaganginum. Húsið mitt er götótt, áðan heyrði ég hljóð inní veggnum.

Einhver sagði mér sögu af manni í fyrradag sem rumskaði tvisvar yfir nótt við að honum klæjaði í tánna. Svo þegar hann vaknaði var búið að naga hana af. Rottur eru einsog moskítóflugur með deyfiefni svo maður sé ekki að trufla þær þegar þær eru að narta þetta í mann.

Um daginn, nánar tiltekið fyrir viku átti ég enga ósk heitari (fyrir utan world peace og engar fleiri hungursneyðir) en að vera moskítóbita frí sérstaklega á fótleggjunum. Ég er með alskyns warfare, baneitrað sprey-eitur með appelsínugulri mynd af dánum fiski og dánu tré aftan á. Reykelsi sem fæla og úðasmyrsl sem fælir af húð. Þetta dugði allt ágætlega og þessi ósk mín rættist.

Þetta er heljarinnar operation, fyrst spreyja ég herbergið og loka í 20 mín, sest þá gjarnan inní eldhús og maka á mig fælandi smyrslum með vínglasi og sígarettu. Svo kveiki ég á spírallaga baneitruðu reykelsi sem ég stilli útí glugga og set lofkælinguna á. Bíð í aðrar 20 mín bursta tennur og snurfusa mig fyrir svefninn.

Ég held ég sé orðin lasin af þessu. Ég er með hálsbólgu.

Núna er mér sama. Ég er hætt. Moskítóflugurnar sveima í kringum mig, ég er með nokkur bit og rotturnar bralla inní veggnum. Mér er sama um allt. Allir verða að borða.

Ég verð samt að seigja að ég vil helst ekki mæta rottu í ganginum, ég verð að vera sofandi þegar þær éta mig. Bara svo lengi sem ég þarf ekki að sjá þær, ég reyni að vera með læti þegar ég geng upp stigann heim. Ég opna útidyra hurðina uppá gátt, kíki inn, sé enga, bara skítinn úr þeim snyrtilega skitin meðfram veggjunum. Ég stappa niður fætinum og lem lyklunum mínum í veggina á leiðinni upp svo þær heyri í mér og forði sér. Ég get dílað við að sjá þær úti á götu á nóttunni og syndandi í síkjunum en ég mundi ekki meika að mæta þeim í stigaganginum.

Best ég fari snöggvast og setji bók yfir gatið í eldhúsgólfinu og þunga vatnsflösku ofaná. Þá borða þær katalókinn fyrir tvíæringinn í forrétt, skola honum niður með vatni og geta þá fengið tærnar á mér í eftirrétt ef moskítóflugurnar skilja eitthvað eftir.

Bon Appétit