Ég berst við nátturuöflin á morgnanna vopnuð strásóp og moppu en Í gær eignaðist ég leynivopn. Vaðstígvél. Glansandi svört vaðstígvél.
Það eru flóð, rigningar og vindar að sunnan sem halda vatninu inní lóninu svo flóðið fær ekki að fjara út.
Ég er öllu viðbúin og ver verkin hans Steingríms til síðasta blóðdropa. Í gær var ég köld og vot þegar ég loksins opnaði pavilionið klukkan tólf í stað tíu og fór þessvegna í stívélaleiðangur eftir vinnu. Nú er ég harðánægð með mig. Ég er sigurvergari og mokaði vatni með dash af brussugangi í morgun bara afþví það var svo gaman að vera í vaðstígvélum. ég er samt ekki frá því að hálsbólgan hafi aðeins tekið sig upp.
Það er ekki gott að verða votur í fæturnar því þá geta littlir vatnakakkalakkar verpt undir húðina á táslunum. Þeir eru littlir og brúnir einsog litlar margfætlur og feneyingar eru alvanir því að littlar beibí brúnar pöddur skríði undan tánöglunum á þeim þegar þeir eru í baði.
croché bambino kalla þeir þá og kippa sér ekkert upp við þetta.
Í nóvember verður svokölluð Aqua alta, sem er háflóð í Feneyjum þar sem allir annaðhvort vaða um göturnar á vaðstígvélum eða ganga á plönkum sem vegagerðin leggur fyrir fætur þeirra einsog hún saltar á vegum íslands. Æsilega spennandi.
Bráðum á ég afmæli. Þá verður partý í nýju íbúðinni minni. Ég held partý 2. okt að þýskum sið. Þið eruð öll velkomin lesendur góðir ef þið fáið flugmiða í tíma. Þið meigið gista hjá mér. Öll.
G.
Thursday, September 27, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
croché bambino!! Hvað meinaru!!! :o/
hahaha já það borgar sig að vera í sérstökum málm/plast sokkum sem er hægt að kaupa hér, ég skal kaupa þannig handa þér
Post a Comment