Thursday, October 04, 2007



Það er ótrúleg þoka í dag. Þá er sýningin einsog dyflissa og rödd Ólafar einsog líknun. Það er fallegt. Það er fallegt að labba þröngar götur í þoku, fallegt að fara yfir brýr og fallegt að taka gondóla. Það er allt fallegt í þoku.
Ég gleymdi að sækja um listamannalaun í öllu heimilisleysinu og fluttningunum. Nú er ég ótrúlega pirruð útí mig. Ég er reyndar ótrúlega pirruð manneskja yfirhöfuð þessa dagana því ég er hætt að reykja og einsogtt að vara sig á mér. Það líður hjá. Sísí er það eina í heiminum sem kemst uppmeð að vera með stæla, hún er með svo sætt mjálm. Svo er ég líka pirruð því ég átti afmæli. Og ég sakna. Melancoliu dusta ég af mér einsog ryk sem ég safna í hrúgu og bý til horn sem ég set á mig og er með allt á þeim. Ég sakna Matthíasar svo mikið að mig verkjar. Bráðum hitti ég hann... bara að ég slitini ekki í sundur í millitíðinni.
Blóta ýmsu sem ég mundi ekki annars blóta. Alveg í sand og ösku.

2 comments:

Edilonian said...

Vá hvað þið eruð fín, eins og í ævintýramynd langt aftan úr öldum. Svo er allskonar hugg á leiðinni litla mín:o)

Gunnhildur said...

takk
úh hvað það verður gaman.