Wednesday, October 31, 2007


Á morgun er "Hátíð hinna Dauðu" "Fiesta ogni Santi" (ég held að það þýði, hátíð allra heilagra, allraheilagramessa sumsé) í Feneyjum og í allri Ítalíu held ég reyndar. Það er svolítið merkilegt að vera í Feneyjum á þessum deigi. Það fara allir íbúar í bátana sína og og sigla úti í kirkjugarðseyju. Kirkjugarðseyjan er ótrúleg eyja dauðans. Þar er ekkert nema kirkjugarður, stór og litríkur og absúrdlí deildarskiptur á einhvernhátt. Kapellan þar er fyrsta endurreisnarkirkja sem byggð var í feneyjum. Ég hélt uppá 30tugs afmælið mitt þar með pikknikki í gondoliera deildinni um árið. Þá var ég á skólaferðalagi og gestir voru látnir gondolaræðarar og bekkjarsystkyni mín. Á morgun ætlum við, kó og sb að slást í för með heimamönnum þó við eigum ekki ástvini þar. Við munum hugsa til látina ástvina, vina og fjölskyldu.
(voyerisminn í mér mun fá einhverskonar morbit útrás og ég skammast mín fyrirfram)

No comments: