Saturday, September 29, 2007



Elsku Daphne,
í morgun þurfti ég að fara á gondóla yfir canalinn til að sækja mér spariföt og kápu. Það er community þjónusta hér til að komast yfir að maður getur tekið gondóla sem kostar 50 cent. Það eru bara tvær brýr yfir Canale Grande svo þetta er afar þægilegt. Þetta mun ég þurfa að gera á hverjum deigi eftir að ég flyt sem verður á mánudaginn en það er nú ekki það sem ég ætlaði að seigja þér kæra vinkona. Hver heldur þú að hafi verið með mér gondólanum? Ekki sem ræðari heldur óbreyttur farþegi einsog ég og þú. GONDÓLARÆÐARINN OKKAR MÖMMU ÞINNAR. Sá hinn sami sem gaf okkur syfilis þegar hann tróð tungu sinni ofan í kok okkar undir brúnni hjá húsinu hans Cassanova. Ég þekkti hann strax, röddina djúpu og nærveruna sterku. Ég gat hvorki hreyft legg né lið, ekki gat ég andað og alls ekki litið upp af ótta við að hann mundi þekkja mig. Ekki nóg með það. Það eru staurar sem maður þarf að varast þegar gondólinn leggur úr vör, það er ekki gott að hafa fingurna útfyrir þar sem maður situr á bríkinni á hliðinni á bátnum og einsgott að sitja tiltölulega beinn í baki. Gondolíerinn okkar mömmu þinnar snerti öxl mína og sagði uppá ítalskan máta, "Varaðu þig stúlka mín að rekast ekki í staurinn." Hjarta mitt missti slag. Slík er æfintýraborgin Feneyjar.
Í kvöld fer ég uppá meginlandið í brúðkaupsveislu í mínu fínasta pússi í feneyskri villu.
Salve.
G.

5 comments:

Anonymous said...

ertu ekki að skálda þetta með sif............????

Gunnhildur said...
This comment has been removed by the author.
Gunnhildur said...

áttu við sif syffilisdóttur
jú það var skáld.

Anonymous said...

mjá hérna hér!
móðir mín háæruverðug situr hér með andlitið uppétið af feneysku sífilis og yljar sér við minningarnar um röndótta okrarann sem náði ykkur næstum uppí öxl.
Daffó

Gunnhildur said...

eitthvað til að seigja barnabörnunum, ef hún verður enn með varir.