Brúðkaupið var dásamlega skemtileg ferð, klukkutíma lestarferð til fjalla, lítill bær undir ölpum, risavilla með garði og sundlaug, ægifagurt allt, endalaus matur, proseco, víno, kaffi, risa terta, grappa, dansa marange, limbó og fugladansinn. Ég missti af lestinni heim, svo vinsæll dansfélagi var ég. Annað hvort heillandi einsog mjallhvít og dvergarnir sjö eða bara eina stelpan sem virtist vera á lausu. Þeir voru brjálaðir í mig ítalarnir, exotísk einsog ég er. Eftirpartí með brúðhjónunum og hressum vinum þeirra, gisti þar. Tók svo fyrstu lest til baka um morgunin frekar ósofin og beint í vinnunna. Ég sofnaði við yfirsetudömu borðið. Brúðhjónin fögru voru Sigrún og Jeanbatista (ég er ekki alveg viss hvernig það er skrifað) en falleg voru þau og framtíðin björt. Það eru þau hin sömu sem ég passaði kisa fyrir um daginn.
Nú er ég flutt. Ég var að flytja mig í dag. Rachel og Emma skutu yfir mig þaki á meðan ég beið eftir íbúðinni minni. Dagurinn í gær fór í þynnku hjá þeim, dagurinn í dag að flytja og koma mér fyrir. Nú er hann að kvöldi komin og allar teikningarnar komnar uppá vegg. Fötin inní skáp, teiknidótið og tölvurnar á skrifborðið og snyrtidótið uppí hillu. Sísí kisa er búin að taka mig í sátt og fylgdist spennt með þegar ég tók uppúr töskunum. Hún hvæsti á ferðatöskuna mína þegar hún var komin inní skápinn sem er undir súð. Henni fanst það ekki sniðugt því hún er vön að príla inní þessum skáp. Ég bjó til leið handa henni til að príla framm hjá og þá gat hún rannsakað allt og lá svo malandi á teppinu hjá mér bröndótt og fríð.
AAhhh gott að vera komin í eigið speis.
Á morgun held ég matarboð.
Afmælis matarboð
Forréttur: Parma og ostar. Ætiþistlar og sósa. Prosecco með.
Prima platte: Spagetti með piparávöxtum, hvítlauk og rækju. Hvítvín.
Secconta platte: Einhverskonar steik. Lamb sennilega Fer eftir því hvað er fallegast á markaðinum á morgun. Rauðvín með.
Eftirréttur: Eitthvað spennandi sem Rakel og Emma koma með. Limonchella og kaffi með.
Secconta eftirréttur: Ostar og rauðvín.
Viðstaddir: Sigrún og J.B., Rachel og Emma, Lindsey og ég. (sakna sumra)
Gaman. G.
No comments:
Post a Comment