Sunday, September 23, 2007

Ég er kanski búin að vera manísk í baráttunni við moskítódruslurnar. Sumir mundu seigja obsessif, geðveik jafnvel. En ég er ósammála því. Makalaus kvikindi.

Það styttist í að ég flytji. Ég mun nota morgundaginn í að pakka, ég á að skila íbúðinni af mér á þriðjudaginn. Ég þarf að dekka þrjá daga og mun flytja inn hjá Rachel og Emmu og vera eldabuskan þeirra í þrjá daga, svo má ég flytja inn í húsið mitt 28uda og íbúðina sjálfa 1sta okt.. Ég hlakka til að flytja.

Ég er aftur tekin við að sunda pavilionin, eitt á dag kemur skapinu í lag. í gær skoðaði ég Ukraínu. Very good og mjög áhugavert að koma inní höllina sem geymir listina, ekki síður áhugavert en listin sjálf. Það er oft þannig. Bienalin gefur manni tækifæri til að fara inní byggingar sem maður mundi annars aldrei fá að sjá og sumar þeirra eru ótrúlegar. Skoðaði Írland og Norður-írland. Gerard Byrne er fyrir Írland með fín verk, eitt frábært "Two Months, three weeks and two days ago". Willie Dorherty er fyrir N-írland. Verkið hans er svolítið skylt Steingríms verki. Þeir eru báðir að fjalla um minni að heiman. Dorherthy fjallar um drauga, ekki beinlínis framliðna heldur meira pain í jarðveginum og áru landsins eftir alla conflictana. Fallegt verk.

Sjálf er ég byrjuð á nýrri seríu af videoum og ljósmyndum og er búin að salta hestaverkið í bili. Mig vantar almennilegan diktafón því ég þarf að taka upp raddir Írsku stúlknanna fyrir þetta. Chloe er búin að samþykkja að lesa yfir hestaverkið, eftir töluverðar fortölur, en það er aldrei að vita hvenær það verður. Ég hugsa að ég þurfi að fara til írlands.
Írskur hreimur og talandi er ótrúlega fagur og stúlkurnar eru með fallegar raddir. Sagan um Sú mjakast.

Ég er með einkaprójekt í viku til að skemta sjálfri mér. "Hlýða impulsum" heitir það og gengur útá að hlýða öllum impúlsum sem ég fæ og láta ekki feimni eða venjur aftra mér. Hingað til hefur þetta kynnt mig fyrir Joselín sem ég gaf mig á tal við og endaði með að eyða deginum með. Hún er að skipuleggja Singapore Bienalinn svo þarna var impúlsið mitt á réttri leið. Að öðruleiti hefur þetta aðallega leitt mig í gildrur snyrtivöru-, nærfata- og fatabúða og aukinheldur laðað að mér furðufugla sem ég er svolítið þreytt á en gefst ekki upp þó á móti blási. Ég er að vona að mér takist að impulsa mér á einkabát sem er ekki svo ólíklegt hér í borg. Kanski er ég að verða skrítin af því að vera hérna.

Sko hvað hún er sæt og feimin.

Ruchama fékk peninga verðlaun fyrir frammúrskarandi skúlptúra og ætlar að heimsækja mig til að halda uppá það í nov. Mergjað. Mér finnst best að hún hafi unnið því hún kemur þá til míííín.

Ég er þunn. Í gær borðaði ég bestu og stærstu túnfisk steik í víðri veröld. Úff hvað hún var mikil paradís. Skolaði henni niður með dásamlegu víni eftir ótrúlega osta og pulsur og skinkur í forrétt. Impúlsið mitt sagði mér að setjast við píanóið og syngja eftir matinn en ég óhlýðnaðist því ég var ekki nógu full. Eða öllu heldur krakkarnir sem ég var með voru ekki nógu fullir. Það er beinlínsi ætlast til þess af mér að skaffa tónlist á þessum stað og ennþá komið fram við mig einsog rokkstjörnu jafnvel þó ljóni sé farin og ég hafi aldrei verið neitt annað en grúppían hans.

3. okt ætla ég að hætta að reykja en nú ætla ég að fá mér síkarettu.

g.h.

No comments: