Thursday, September 20, 2007

Moskító Pistill II
Hvernig best er að bregðast við þegar maður er bitin af pestinni smáu.


Moskító flugur stinga menn og dýr og troða svo löngum rana undir húðina og sjúga blóð. Þær eru með deyfiefni til að stunda þetta óáreittar og þær geta stungið rana sínum ansi langt undir húðina og tekið sér góðan tíma í þetta dund sitt. Ég hef heyrt að ef maður strekkir húðina í kringum þær þegar þær bíta geti þær ekki losað sig og geta heldur ekki hætt að sjúga svo þær sjúga sig til dauða og springa á endanum á húð manns þannig að blóðið splatterast úr. Ég hef sjálf ekki geð í mér til að prufa þetta en hef áræðanlegar heimildir frá fyrstu hendi. Það er munnvatnið úr þeim sem veldur ofnæmisviðbrögðum svo bitin verða bólgin og kláði sækir í þau. Ýmis krem og ... (meira seinna ég er komin með uppí kok)


No comments: