Friday, October 12, 2007

Hér eru hjá mér Oli og Edda sem búa á móti mér á Kuglerstrasse.
Þau komu til að passa að færi ekki í sundur á festingunum að bíða eftir að sjá Matthías.

Í gær keyptum við:
-Hjartalaga Rjómaístertu með marens, handa Eddu því Oli er að reyna að fita hana upp.
-Proseco, skinku og ferskjur til að narta í.
-Fjólubláan hatt úr strútsföðrum og ull, handa mér en Oli var svo sætur með hann að ég leyfði honum að hafa hann, fólk bugtaði sig og beygði fyrir honum allar dyr opnuðust og einhverjar konur klöppuðu honum á kollinn og Edda þurfti að sýna þeim í tvo heimana.
-Hundrað götusalarósir, því ég bara get ekki sagt nei við götusala svona seint á kvöldin. Enda sé ég ekkert eftir því og hef sjaldan séð annan eins blómvönd.

Þetta er fallegasti hattur í GJÖRVALLRI verlöld. Hann er mjúkur og góður, hlýr og léttur og fallegur. þegar maður er með hann á hausnum fer allt lífið í soft-fókus og allir sjá mann líka í soft-fókus.

Við fórum á skítaveitingahús í hádeiginu í gær og borðuðum ótrúlega furðulegan og óhuggulegan mat.
Það koma myndir síðar. Kolkrabbar og slíkt. Mjööög.... eiginlega ógeðslegt.

Á mánudaginn hætti ég að reykja, nú ætla ég samt ekki að fá mér síkarettu þó mig langi, Ég er of þunn.
Góðarstundir.
g.

4 comments:

Edilonian said...

Ég er feit rjómabolla og þú er fín hattafrú eftir þessa ferð! schön:o/ ;o)

OGK said...

Bestu þakkir fyrir góðar stundir. Held ég verði að verað mér einhvern tímann út um svona hatt.

Gunnhildur said...

hahahahaha
já eða þá þið verðið að FLYTJA TIL MÍN!!! hey það er FRÁBÆR HUGMYND!

Gunnhildur said...

æji elsku rjómasnúllan...
ég get ekkert að því gert þó maðurinn þinn sé geðveikur að reyna að fita þig upp.... það ekkert að heppnast hjá honum... þú getur hvorki verið bolla né krulla nééé þynkuleg! hvað er málið með það?? akkuru ertu sona fótógenísk?