Saturday, March 15, 2008

Hæ mamma,
það er svo skrítið að ég hætti gjörsamlega að skrifa hér eftir að ég kom frá Feneyjum. Þar var ég svo ein og langt frá öllu og öllum og í eigin heimi að þetta varð einsog einhverskonar vetvangur fyrir einka hugleiðingar en nú, þegar ég er aftur þáttakandi í lífinu finnst mér einsog engum komi við hvað ég er að hugsa. Enda kemur það engum við. Það les þetta náttlega engin nema þú mamma mín trygg.
En jæja jæja. Nú er allt á fullu, verkið komið upp, næsta verk í bígerð og allt á sjóðandi bullandi fullu í hausnum á mér. Það er svo skrítið að vera búin að setja upp sýninguna sem ég er búin að vinna að svona lengi, það er einsog smá sorg komi. Ekki alvarleg sorg meira einsog þegar maður borðar ótrúlega góðan mat og hann klárast og þá er maður saddur en langar samt í meira. Vill ekki að hann sé búin af disknum.
Nú er ég heimilislaus í heiminum, báðar búslóðrinar mínar eru í geymslu, önnur á vinnustofunni í Berlín og hin hjá pabba í geymslu.
Það er ágætt, ég verð á flakki fram í ágúst svo ég þarf ekki heimili þó það sé ágætis tilhugsun að vita af ostaskeraranum sínum ofan í skúffu einhverstaðar sem maður kallar heima frekar en í kassa.
Ég hlakka til að vinna verkið um Guðmundu. Á miðvikudaginn ætlum við að horfa saman á efni um hana og ég hlusta á hana syngja alla daga. Hún er svo mikil snilld þessi kona.
Það er allt fullt af blaðrandi útlendingum í kringum mig á heimavistinni þar sem ég bý.
Best að fara að blaðra með þeim.
Ást,
g.

2 comments:

Anonymous said...

hæ luv, til hamingju með sýninguna, kemurðu í tæka tíð í ammlið mitt til berlínar 5. apríl, geeeeeeeeeerðu það, knús frá Köben, Laufey.

Anonymous said...

fallegt bréf, takk fyrir að leyfa mér að lesa það,