Góðan dag Virðulegi Tannlæknir, ég heiti Gunnhildur og ég er stödd á Ítalíu í 3 mánuði. Þannig er mál með vexti að ég hef áhyggjur af endajaxli sem ég er með í munni mínum. Ég finn fyrir þrýstingi í honum og er stundum með verk uppí eyra, ekki alvarlegan verk, meira einsog þrýstingur uppí eyra td þegar ég tygg og þegar ég ligg á hægri hlið. Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af? Ég er að vona að þetta versni ekki á meðan ég er hér á ítalíu því ég vil helst ekki þurfa að fara til tannlæknis hér.
Heldur þú að þetta sé eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af og eitthvað sem ég ætti að bregðast skjótt við eða eitthvað sem má bíða.
Kveðja, Gunnhildur
Friday, September 07, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment