Thursday, September 13, 2007


Hér er landakort af veggnum sem vex. Ég bíð eftir teikningu frá Dafne og Chloe. Pabbi hefur verið magnaður teiknari þegar hann var tíu ára, ef ekki undrabarn. Nema dagsetningin sé röng á myndinni ´47 rétt eftir stríð. Þetta er mergjaður loftbardagi með nasistum og bandamönnum. Það er önnur mynd aftan á þessari af hermönnm liggjandi í skotgröfum. Hún er líka kyngimögnuð fyrir 10 ára dreng.


Nú er lítill kisi í pössun hjá mér. Aijaijaij! Hvað hann er sætur. Það er verið að leggja parket heima hjá honum svo hann má ekki verða skítugur og þvælast fyrir iðnaðarmönnunum. Hann er stressaður og mjálmar og vill fara heim. Hann reyndi að kíkja útum gluggan og labbaði lóðrétt upp vegginn og upp gardínurnar. Fimur fimleika kisi.

Bráðum hætti ég að reykja en nú ætla ég að fá mér síkarettu svo klára ég bréf.

3 comments:

Anonymous said...

heyrdu, er thessi kisi ekki soldid likur mer? er hann med svona svartan blett yfir badum augunum? myndin er a leidinni, hun er strax farin ad motast i huga mer, og eg dyfi loppunum i raudrofusafa og svo blaberjadjus.
Daffa

Gunnhildur said...

Jú, það eru ákveðin líkindi, hann er liðugri en ekki jafn hæfileikaríkur. Aukinheldur ert þú fallegri.

Anonymous said...

eg er nu reyndar mjog lidug og flyg um haestu haedir, en thakka annars hlyleg ord. thau veita mer innblastur i myndina.
D