Wednesday, September 12, 2007

Mynd handa Chris og Mel því þau voru að gifta sig. Ætli ég gifti mig einhverntíma. Ég skil ekket í því að ég hafi ekki gifst þessum mönnum mínum. Næst þegar ég á kærasta ætla ég að giftast honum í kirkju og vera í kjól sem ég labba fram hjá á hverjum degi og andvarpa. Hann kostar 100.000 þúsund. Kanski ég taki mynd af honum... vááá kanski að ég máti hann og laumist til að taka mynd í mátunarklefanum... úúh spennandi verkefni.

Ég hef beðið nokkra káta krakka að senda mér teikningar í pósti til að umkringja mig í einverunni á Ítalíano.
Viðbrögðin eru mögnuð það rignir yfir mig ljósmyndum og teikningum og uppskrifuðum ljóðum hvaðanæfa úr heimi hér. Aðalega úr evrópu þó. Ég hengi upp á elhúsvegginn, þar er oggulítil ljósmynd í gömlum gullramma af mér og mömmu og pabba og brúðunni minni í bláum fötum. Ég var fimm ára. Teikning eftir Stínu, Matthías, Bryan, Ruchama, pabba (síðan hann var 10 ára frá ´47), ljósmyndir, samvinnu teikning Ása og Matthíasar og nótnablað frá Mummu með ásatrbréfi frá mér til doldils stráks aftan á. Laumu-ástar-nótnablað. Ég ætla að biðja mömmu að teikna svan handa mér þegar hún kemur. Ég veit að hún er klár að teikna svani. Hún gerir það stundum þegar hún er í símanum.

Uppskrift af Poched eggjum:
Hvítvínsedik.
Salt.
Egg.

Notið breiðan pott og setjið vatn í, setjið slurk af ediki og salt í pottin og látið koma upp að suðu þannig að littlar lofbólur komi en ekki svo mikilli suðu að bulli í.
brjótið eggið varlega ofan í vatnið. Þetta er trickí, það þarf að sleppa egginu ofurvarlega og láta það setjast á botninn í pottinum.
látið það vera í þrjár mínútur og passið að suðan sé ekki of mikil þannig að eggið leysist ekki í ræmur, en þó það mikil að það kokkist.
Þegar það er tilbúið er það einsog Amaba í laginu með mjúka rauðu.
Berið fram með ristuðu brauði og örlitlu salti, kaffibolla og kanski tómat ef vill.

Ég er með dellu fyrir eggjum. Borða þau Poched á morgnanna og horfi á teikningavegginn minn.

Einn vinur minn gerði einusinni ljósmyndaverk með fullt af eggjum niðri í fjöru. Hann keypti svona 20 eggjabakka og gróf holu fyrir eggin og sig. Hann var blankur og vildi ekki henda eggjunum þegar hann var búin að taka ljósmyndina svo hann át þau í hvert mál, eldaði eggin sín á ýmsan máta, sauð, bakaði, skramblaði og steikti. Hann endaði með því að gera einusinni risa ommelettu úr tíu eggjum þegar hann kom heim af barnum og át hana alla. Hann overdosaði á eggjum og hefur ekki getað borðað þau síðan. Hann gaf mér þrjá eggjabakka og þá æfði ég mig að gera poched eggs. Ég var mjög klaufsk við það til að byrja með og gott ef það fór ekki heill eggjabakki í súginn en nú er ég búin að mastera það.
Þetta var fyrir fjórum árum í Amsterdam.

Þessi náungi er alveg stórmerkilegur varðandi mat. Einusinni vorum við í Antverpen á einhverju opnannaröllti og þá át hann heilan stóran konfektkassa og varð veikur af því. Belgar voru þá heimsmeistarar í konfekt gerð og Nauhaus verðlauna konfektið var það sem hann át einsog poppkorn. Einusinni vorum við í Barcelona og keyptum í matinn. Þá kom i ljós að hann er veikur fyrir jógúrti. Hann keypti eina dós af hverri tegund (þær voru þó nokkrar) og gerði svo vandlega úttekt við morgunverðarborðið. Ég hef aldrei séð neinn svona spenntan yfir jógúrti.

Sjálf borðaði ég tvo bolla af heitu kakó í morgunmat og kex með pesto. Ég er þunn.

No comments: