Wednesday, September 19, 2007

Þislar

eru einsog blóm. Maður sýður þá í tuttugumínútur eða hálftíma og lætur þá svo liggja í soðinu í aðrar tuttugu mínútur. Maður býr til sósu úr jógúrti og sítrónu, kanski sinnebbi og olíu, salti og einhverju kryddi eða bara hverju sem er. Ótrúlega góður matur og gaman að borða hann. Maður borðar hvert krónblaðið á fætur öðru, dýfir því í sósuna og lætur það renna eftir tönnunum þannig að mjúkt kjötið verður eftir í gómnum. Svona borðar maður sig inn að þistilhjartanu sem er mjúkt og gott. Ég finn þegar ég borða þetta að mér líður vel á eftir, að þetta er gott fyrir mig. Einhvernveginn sérstaklega fyrir húðina. Matur guðanna.




Úff hvað matur er annars ótrúlega góður hér. Var ég búin að minnast á það? Það er dýrindis fisk- og grænmetismarkaður beint á móti vinnunni minni. Allt hráefni er svo gott og fullkomið og ríkt að allur matur verður guðdómlegur. En það er bara handfylli af veitingastöðum sem eru virkilega góðir. Ég þekki bara þrjá. Restin er hryllilegar gildrur.

2 comments:

Edilonian said...

Sin-Nebbi??

Gunnhildur said...

jábbs sinnebbs