Sunday, September 09, 2007

Sór með sjáfri mér að andskotast ekkert útí kúltúr í þessum skrifum, ekki útí Ísland, hvorki stóriðju, fjölmiðla, listheim né peningadýrkun, skammsýni og innantómt gildismat heillar þjóðar. Ég ætla að standa við það. Ég elska ísland. Það er pínu erfitt núna því ég var að hugsa um doldið ... sem ég las.. í samhengi við doldið fólk sem ég þekki... en ok. Í staðinn bendi ég á The Grandmother eftir David okkar Lynch, á þessari síðu var til skamms tíma að finna Faust frá 1926. Stórkostlega mynd. en hún er farin út af listanum sem er síbreytilegur. Síðan heitir joox.net og er stundum spennandi.

Nesti í vinnunni: Tvö oggulítil rúnstykki með bresolaskinku, osti og salati. Í gær keypti ég kristalla til að hengja í gluggann minn í nýju íbúðinni einsog mamma gerir. Mamma er eins og Pollíanna og ég ætla líka að vera þannig. Mamma er dásamleg og ég hlakka til að sjá hana eftir að hún gerðist Asíufari. Þegar mamma og Matthías koma til Feneyja ætla ég með þau á Vivaldi tónleika í höll. Úh hvað ég hlakka til að fá Matthías. Mig verkjar af tilhlökkun.

Með nestinu mínu spara ég tíma og borða það áður en Alexo leysir mig af og þeysist svo í skála. Í dag ætla ég að skoða Storm ef ég finn hann og villist ekki bara um. Það verður önnur tilraun mín.

Ég er ekkert búin að skoða tvíæringinn, ég er búin að sjá Singapor og Mexico og það er allt. Ég er búin að fá starfsmannapassann minn en einu dagana sem ég á frí er á mánudögum og þá er allt lokað. Þetta gengur ekki, ég bara verð að taka mér löng hádegishlé og fara og skoða þetta. Ég er spennt að sjá Sophe Call og Koreu hef líka heyrt góða hluti um Kanada.
Eftirleiðis mun ég eyða minni tíma í að borða í hádeginu en leggja þess meiri áherslu á að sjá amk eitt pavilion hér í nágreninu á dag. Nú er ekkert sem heitir. Ég sá sjónvarps viðtal við listamann í Singapore skálanum og skrifaði niður eina setningu. "I dont know, therefore I work. I dont like working on smth I know, -then it becomes an illustration" Da Wu Tang. Hann er eldri maður og verkin hans eru viðkvæm, ég var ekkert yfir mig hrifin af þeim en ég var hrifin af þessari setningu.

Feneyingar dýrka ljón, það var ljón í gullbúri á Markúsartogi í gamla daga sem allir elskuðu. Ljónið dó úr gulleitrun því það sleikti rimlana sína allan daginn. Síðan þá er bannað að hafa ljón í búrum. Þeir lærðu af þessu. Sumir læra aldrei þó þeir séu alveg að deyja úr gulleitrun.

Ef Dafnedís kemur ætla ég að hafa hana nakta í gullbúri og láta hana sleikja rimlana. Hún er svo falleg, hún mun fella demantstár sem ég ætla að tína á kvöldin og klæðast röndóttu gondóla peysunni minni við verknaðinn sem við keyptum saman þegar við vorum hér síðast í afmælisferð. Gondolerarnir geta skoðað hana sér til yndisauka í kaffipásunni sinni.

Ljóni kemur ekki á morgun heldur hinn. Hann verður ekki í gullbúri en nakin verðum við.

Það er skylda mín að deita amk einn Gondolíera á meðan ég er hér. Ég lít á það sem verkefni hvort sem ljóna líkar betur eða verr.

Þetta blogg er hryllileg tímasuga. Ég hef ekkert unnið í sögunni minni og heldur ekkert í vídeoinu sem ég er búin að vera að klippa í hundrað ár og skil ekki lengur um hvað það átti að vera. Listin er lítil og lífið er stórt. Klukkan er strax orðin eitt. Bráðum hætti ég að reykja en nú ætla ég að fá mér sígarettu.

Í morgun vakti lúðrasveit mig.

3 comments:

Anonymous said...

ég hef borðað gull og silfurhúðaðar möndlur.
Daphne

Anonymous said...

Wrawr. Ég er að koma litla kisa.

Gunnhildur said...

whaaarrrwwww prrrr prrrrr